Sáttasemjari á næsta leik

Landspítalinn er fjölmennasti vinnustaður hjúkrunarfræðinga á landinu öllu.
Landspítalinn er fjölmennasti vinnustaður hjúkrunarfræðinga á landinu öllu. mbl.is/Golli

„Við þurfum að þoka kjaraviðræðunum áfram og teljum að eins og staðan er nú sé rétt að ríkissáttasemjari taki við,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Á vettvangi félagsins var í gær ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við samninganefnd ríkisins fyrir hönd fjármálaráðherra til ríkissáttasemjara. Miðlægur samningur þessara aðila byggist á gerðardómi sem rann úr gildi fyrir ellefu mánuðum.

Hjúkrunarfræðingar hafa fundað reglulega með fulltrúum ríkisins nú í tæplega eitt ár en talsvert ber enn í milli.

„Við erum komin nokkuð áleiðis með að ræða vaktavinnumál, en stytting vinnutímans og launaliðurinn er enn óleystur. Samtal við samninganefndina hefur staðið í marga mánuði og nú á sáttasemjari næsta leik,“ segir Guðbjörg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert