Fóru alla leið í bolluátinu

Góð upphitun fyrir bolludaginn á morgun.
Góð upphitun fyrir bolludaginn á morgun. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Bolludagurinn er á morgun en þessir tveir lögregluþjónar hjá lögreglunni á Suðurnesjum tóku forskot á sæluna og ákváðu að gefa kleinuhringjunum frí í dag.

Fram kemur í léttri færslu á Facebook-síðu lögreglunnar að lögregluþjónarnir hafi ákveðið að fara alla leið í bolluátinu, eins og glögglega má sjá á myndinni.

mbl.is