Efling og Reykjavíkurborg funda á morgun

Frá fundi Eflingar og Reykjavíkurborgar í síðustu viku.
Frá fundi Eflingar og Reykjavíkurborgar í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundur hefur verið boðaður í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar á morgun klukkan 14:30 hjá Ríkissáttasemjara. Síðasti fundur í deilu þeirra var á miðvikudaginn í síðustu viku 19. febrúar og var hann árangurslaus. 

Fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið að Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg telur að yf­ir­lýs­ing­ar borg­ar­inn­ar og Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra í fjöl­miðlum fyr­ir helgi gefa til kynna að borg­in sé til­bú­in að koma bet­ur til móts við Efl­ing­ar­fé­laga en kynnt var á und­an­gengn­um samn­inga­fundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert