Framkvæmdaleyfi samþykkt

Reykhólasveit. Horft af Hjallahálsi til suðurs í átt að Teigsskógi …
Reykhólasveit. Horft af Hjallahálsi til suðurs í átt að Teigsskógi sem væntanlegur vegur verður um. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum í gær með þremur atkvæðum af fimm framkvæmdaleyfi fyrir gerð nýs Vestfjarðavegar um Teigsskóg.

Fyrirhuguð framkvæmd felst í byggingu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, gerð nýs vegar í austanverðum Djúpafirði og endurbyggingu vegar í vestanverðum Gufufirði, ásamt efnistöku. Einn sat hjá við afgreiðslu málsins og annar, Ingimar Ingimarsson, var á móti. Hans rök skv. bókun eru að vegurinn gagnist þéttbýlinu á Reykhólum takmarkað og mikil fórn felist í því að leggja veg um Teigsskóg.

Framkvæmdir eru í samræmi við aðalskipulag Reykhólahrepps, en fyrir fundi sveitarstjórnar í gær lágu umsagnir umhverfis- og náttúruverndarnefndar sveitarfélagsins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Umhverfisstofnunar. Með samþykkt framkvæmdaleyfis setur Reykhólasveit Vegagerðinni alls 29 skilyrði eða skilmála vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert