Ófyrirsjáanleg atvik hafa tafið viðgerðir

Þrátt fyrir miklar viðgerðir á húsnæði Fossvogsskóla í fyrra uppgötvuðust …
Þrátt fyrir miklar viðgerðir á húsnæði Fossvogsskóla í fyrra uppgötvuðust nýjar rakaskemmdir í desember. mbl.is/Hallur Már

Fulltrúar foreldra og starfsfólks Fossvogsskóla hafa áhyggjur af því að til standi að taka innan skamms í notkun að nýju þann hluta skólahúsnæðisins sem nefnist Vesturland án þess fullnaðarviðgerð hafi farið fram. Hafa þeir óskað eftir því að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS) veiti þeim upplýsingar um áform sín og stöðu viðgerða á skólahúsnæðinu.

Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra SFS, stóð til að svara erindinu skriflega í gær að hluta. Svör við nokkrum spurningum krefðust hins vegar töluverðrar úrvinnslu og kæmu því síðar.

Í lok síðasta árs uppgötvuðust nýr leki og rakaskemmdir í skólanum, en í fyrrasumar fóru þar fram viðamiklar viðgerðir vegna mygluskemmda og kostuðu þær um hálfan milljarð króna. Fulltrúar foreldra og starfsfólks segja að eftir að nýi lekinn kom í ljós hafi upplýsingar borgaryfirvalda til foreldra og starfsfólks verið af mjög skornum skammti. Börn og starfsfólk skólans hafi veikst eða fundið fyrir óþægindum í kjölfarið. Engin tilraun hafi verið gerð til að sefa áhyggjur starfsfólks og foreldra varðandi það hvort húsnæðið sem taka á í notkun að nýju sé heilnæmt, til hvaða aðgerða hafi verið gripið, hvort sýni hafi verið tekin né greint frá niðurstöðum þeirra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Helgi að úttektir og framkvæmdir vegna loftgæðavandamála í Fossvogsskóla hafi verið í gangi í rúmt ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert