Setja á sölu íbúðir í Síðumúla

Síðumúli 39. Svalir snúa til suðurs. Frágangur utanhúss er langt …
Síðumúli 39. Svalir snúa til suðurs. Frágangur utanhúss er langt kominn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjárfestar hafa sett í sölu 35 íbúðir í Síðumúla 39. Um er að ræða fyrsta nýja íbúðarhúsið í endurnýjun Múlahverfisins í Reykjavík.

Verð íbúðanna er frá 32 til 59,9 milljónir króna en þær eru tveggja og þriggja herbergja. Íbúðirnar eru frá 44,7 fermetrum og upp í 91 fermetra. Bílastæði í kjallara fylgja 13 íbúðum.

Meðalstærð íbúðanna er 71 fermetri og meðalverðið 48,34 milljónir. Meðalverð á fermetra er því um 680 þúsund. Íbúðir með bílastæðum eru dýrari sem hækkar meðalfermetraverðið.

Óvenjumikil lofthæð er í vesturbyggingunni. Loftin eru tekin niður í stofum og eru inndregin ljós meðfram veggjum. Margar íbúðanna hafa útbyggða glugga í stofu, ásamt svölum, sem hleypir inn birtu, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »