Tilfelli kórónuveiru orðin ellefu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvö ný til­felli af kór­ónu­veirunni sem veld­ur COVID-19-sjúk­dómi voru staðfest á veiru­fræðideild Land­spít­ala í dag. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir við mbl.is.

Hann segir að sýnin hafi verið tekin í gær og niðurstaða fékkst skömmu fyrir hádegi.

Um er að ræða fólk sem kom með flugi frá Veróna á Ítalíu á laugardag og hafði dvalið á skíðasvæðum í norðurhluta Ítalíu.

Þórólfur segir að eitthvað á fjórða hundrað einstaklinga séu í sóttkví hér á landi.

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, embætti landlæknis, Rauði krossinn og Landspítali bjóða til upp­lýs­inga­fund­ar fyr­ir blaðamenn í dag. Fund­ur­inn er hald­inn í húsa­kynn­um al­manna­varna­deild­ar að Skóg­ar­hlíð 14 og hefst klukkan 14:00.

mbl.is

Bloggað um fréttina