Tveir til viðbótar greindust — 60 smitaðir

Víðir Reynisson yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Víðir Reynisson yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Tveir ein­stak­ling­ar til viðbót­ar greind­ust í dag með kór­ónu­veiruna sem veld­ur COVID-19-sjúk­dómi og eru til­fell­in á Íslandi því orðin sam­tals 60. Fólkið kom með til landsins með flugi frá Veróna á laugardag.

Alls hafa því fimm úr því flugi greinst með veiruna.

Af 60 smitum eru 50 þeirra hjá einstaklingum sem hafa verið að koma erlendis frá og 10 sem smitast hafa innanlands.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert