Fljúga áfram á fjóra áfangastaði í Bandaríkjunum

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Kristinn Magnússon

Icelandair mun áfram fljúga til nokkurra áfangastaða í Bandaríkjunum meðan ferðabannið verður í gildi frá og með laugardeginum. Mun félagið fljúga með bandaríska farþega og farþega sem bannið nær ekki til. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Icelandair mun áfram fljúga til New York, Chicago, Seattle og Washington D.C. Flug til Boston, Denver, Minneapolis og Orlando verða felld niður, en flug frá Orlando og Denver til Íslands verða á áætlun á laugardaginn.

Öll flug til Evrópu verða samkvæmt áætlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina