Boðið upp á greiðslufrest

Bjarni Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Orku heimilanna.
Bjarni Ingvar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Orku heimilanna.

Viðskiptavinir Orku heimilanna sem verða fyrir tímabundnum tekjumissi vegna COVID-19-faraldursins geta frestað greiðslum vegna rafmagnsnotkunar sinnar.

Samkvæmt fréttatilkynningu sem Orka heimilanna gaf út í dag geta þeir viðskiptavinir sem verða fyrir tímabundnum tekjumissi frestað greiðslum vegna rafmagnsnotkunar sinnar. Þetta úrræði stendur þeim til boða sem misst hafa vinnuna í uppsögnum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem sjá fram á tekjumissi vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert