Víðir fluttur á hótel vegna veirunnar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, er fluttur á hótel. Þetta kom fram í umræðuþætti RÚV um kórónuveiruna í kvöld. Ástæðan er sú að kona hans og dóttir eru í sóttkví á heimili þeirra. Hann þarf því að búa annars staðar og því varð hótel fyrir valinu. 

Alma Möller landlæknir á einnig tvo fjölskyldumeðlimi sem eru í sóttkví vegna veirunnar en þeir eru hvor á sínum staðnum. Þegar þáttarstjórnendur spurðu hvernig framvarðasveitin passaði upp á að smitast ekki útskýrðu þau að mjög strangar umgengnisreglur giltu í Skógarhlíð. 

Sá háttur var hafður á að borgarar gátu sent inn spurningar í gegnum ruv.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert