Blaðamannafundur almannavarna

Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason.
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra boðar til upp­lýs­inga­fund­ar fyr­ir blaðamenn klukk­an 14 í Skóg­ar­hlíð. Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir fara yfir stöðu mála með til­liti til út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar hér á landi.

Ásamt þeim á fund­in­um í dag er Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, en hann mun ásamt Þórólfi og Víði ræða reiknilíkan sem tölfræðingar og vísindamenn við HÍ hafa þróað vegna faraldursins hér á landi.

mbl.is