„Farnar rúður í allavega níu bílum“

Björgunarsveitafólk á Suðurlandi hefur verið önnum kafið í dag. Mynd …
Björgunarsveitafólk á Suðurlandi hefur verið önnum kafið í dag. Mynd úr safni. Landsbjörg/Óðinn Sigurðsson

„Það eru allir farþegar komnir af Sólheimasandi. Þetta voru um sextán bílar, við skildum eftir þrjá,“ segir Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, um björgunaraðgerðir á Sólheimasandi í dag. „Við höfum bara verið að bjarga fólki sem hefur lent út af og ekki treyst sér til að keyra,“ segir Orri.

Veðrið alveg kolvitlaust

Orri segir að innanbæjar fari ástandið stöðugt versnandi. „Ástandið versnar hratt hérna í Víkinni hjá okkur núna. Það eru farnar rúður í allavega níu bílum.“ Segir hann að ekki hafi verið búist við „svo stórum hvelli“ núna og innanbæjarverkefnin hrannist inn. „Það eru ruslatunnur og þakkantar,“ segir hann og segir veðrið „alveg kolvitlaust“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert