Grímurnar frá Kína uppfylla allar kröfur

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Ljósmynd/Lögreglan

Við nánari athugun á lækningabúnaði sem kom frá Kína í gær kom í ljós að grímurnar sem pantaðar voru uppfylla gæðakröfur ef farið er eftir öllum þeim leiðbeiningum sem fylgja, þvert á það sem talið var í fyrstu.

Páll nefndi það í gær að búnaðurinn uppfyllti allar kröfur nema grímurnar og það hefði valdið áhyggjum. Það kom þó í ljós að um var að ræða skurðstofugrímur sem henta mjög vel við umönnum og bráðamóttöku, henta vel í sóttkví hjá lögreglu og við sjúkraflutninga. Páll segir það mjög gott enda hafi verið um 150 þúsund grímur að ræða.

Þá komu einnig til landsins, í minna magni, svokallaðir fínkornamaskar sem notaðir eru þegar um staðfest smit er að ræða og uppfylla þeir einnig allar gæðakröfur. Það þýðir að allur búnaður sem Landspítalinn pantaði frá Kína uppfyllir allar kröfur og rúmlega það.

Hann endurtók slagorð sem farið er með á hverjum degi á stöðumatsfundi Landspítala: „Réttur búnaður á réttum stað og á réttum tíma.“

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert