Baktus skilur ekki af hverju allt er lokað

Tveir kettir, annar gylltur.
Tveir kettir, annar gylltur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og gef­ur að skilja hafa marg­ar versl­an­ir í miðbæ Reykja­vík­ur lokað dyr­um sín­um á meðan kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn geng­ur yfir. Það hef­ur ekki aðeins áhrif á eig­end­ur, starfsfólk og viðskipta­vini, held­ur einnig á fer­fætl­inga miðbæj­ar­ins.

Miðbæj­ar­kött­ur­inn Bakt­us skil­ur ekk­ert í því að dyr versl­ana í Aust­ur­stræti opn­ist ekki fyr­ir honum eins og hann er van­ur, en at­hygli er vak­in á raun­um Baktus­ar í face­bookhópn­um Spottaði kött.

„Hann er van­ur að ganga frjáls um ákveðnar versl­an­ir í Aust­ur­stræti og skil­ur ekki af hverju allt er lokað. Sýn­um hon­um ást og gef­um hon­um klapp ef við sjá­um hann á ferli,“ skrif­ar katta­spott­ari, en Bakt­us um­rædd­ur er eins kon­ar heim­il­iskött­ur í versl­un­inni Gyllta kett­in­um og heim­sæk­ir reglu­lega aðrar versl­an­ir í nágrenninu en kem­ur þar víða að lokuðum dyr­um um þessar mundir.

Aðrir katta­spott­ar­ar benda á að um sé að ræða „klass­ískt vanda­mál“ í miðbæn­um um þess­ar mund­ir, og deila mynd­um af öðrum kött­um sem sitja hugsi fyr­ir utan lokaðar dyr versl­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert