Skjálftinn reyndist vera 4,8 stig

Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftinn í Bárðarbungu reyndist vera 4,8 stig en ekki 4,5 líkt og talið var í nótt þegar hann reið yfir. Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, jarðvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, eru engin merki um gosóróa en töluvert var um eftirskjálfta í nótt líkt og eðlilegt er þegar skjálfti af þessari stærð er. Mjög hefur dregið úr eftirskjálftunum nú í morgun.

5. janúar varð skjálfti sem mældist 4,8 stig á þessum slóðum og í desember varð skjálfti sem mældist 4,8 stig. 

Ein­ar Hjör­leifs­son, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stof­unni, sagði í sam­tali við mbl.is í des­em­ber 2018, þegar skjálfti mæld­ist af stærðinni 4,8, að aðeins tveir stærri skjálft­ar hefðu orðið í Bárðarbungu frá gos­lok­um snemma árs 2015. Mæld­ust þeir báðir 4,9 að stærð, í janú­ar og júní árið 2018.

mbl.is