Fordæmalaus notkun fordæmalauss

Fordæmalausar er líklega það orð sem þykir lýsa aðstæðum á …
Fordæmalausar er líklega það orð sem þykir lýsa aðstæðum á tímum kórónuveirunnar hvað best. Graf/Greynir.is

Lýsingarorðið fordæmalaus kom yfirleitt fyrir núll til sex sinnum í fréttum íslenskra vefmiðla á tímabilinu 1. janúar til 10. mars, en þá tók notkun þess að stóraukast og náði hámarki 13. mars þegar orðið kom fyrir 46 sinnum á einum fréttadegi.

Þetta má sjá á vefsíðunni Greyni þar sem nýr möguleiki gerir notendum kleift að skoða orðtíðni í fréttum vefmiðla.

Fordæmalausar er líklega það orð sem þykir lýsa aðstæðum á tímum kórónuveirunnar hvað best, en lýsingarorðið hefur áfram verið talsvert meira notað eftir að það náði toppi sínum 13. mars, eins og sjá má á línuriti Greynis.

Eðlilega hefur notkun vefmiðla á orðum eins og veira og smit einnig aukist í fréttaflutningi, sem og samkomubann, gjörgæsla og öndunarvél, en einnig á jákvæðari orðum sem tengjast veirunni, eins og samstaða, handþvottur og heimaæfing.

Notkun á orðunum veira og smit hefur aukist.
Notkun á orðunum veira og smit hefur aukist. Graf/Greynir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert