Sumar breytinganna komnar til að vera

Magnús segir ólíklegt að fólk fari aftur í sama farið.
Magnús segir ólíklegt að fólk fari aftur í sama farið. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, segir að sumar þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á háttum fólks vegna kórónuveirufaraldursins séu komnar til að vera. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Spurður út það hve langt við þyrftum að vera komin til að komast á svipaðan staðan varðandi ferðamenn og áður sagði Magnús svolítið í það. „Sumar af þessum breytingum sem mælt hefur verið fyrir eru komnar til að vera þangað til við höfum bóluefni.“ Hann sagði afskaplega ólíklegt að við næðum hjarðónæmi til að geta lyft alveg þeim hömlum sem settar hefðu verið. Þau lönd sem hefðu orðið illa úti í faraldrinum ættu jafnvel enn langt í land með að ná hjarðónæmi.

Magnús sagði að það hlyti að þurfa að taka mið af ástandi þeirra landa sem ferðamenn væru að koma frá, inntur eftir viðbrögðum gagnvart útlendingum. „Ef um er að ræða svæði þar sem samfélagsmit er lítið sem ekkert þá er það umhverfi sem er svipað og okkar. Þá má færa rök fyrir því að það þurfi ekki að hafa jafn mikla aðgát.“

Þá sagði hann fólk almennt þurfa að breyta háttum sínum að verulegu leyti, eins margir hefðu gert nú þegar. Fólk væri greinilega mjög meðvitað um smitleiðir og það hefði líka skilað sér í fækkun annarra sýkinga.

„Þó það verði losað um hömlurnar þá munum við örugglega ekki fara í sama farið aftur. Öll handaböndin og faðmlögin og mjög stórar fjöldasamkomur. Það er ekki komið að því ennþá.“

mbl.is

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir