Hótelgisting á tilboðsverði í sumar

Ferðamenn á Hakinu horfa yfir Þingvelli.
Ferðamenn á Hakinu horfa yfir Þingvelli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er ljóst að það er kominn ferðahugur í landsmenn eftir erfiðan vetur og hyggja margir á ferðalög innanlands í sumar. Stóru hótelkeðjurnar munu ekki reka nema hluta af hótelum sínum í sumar.

Þannig verða Íslandshótel með sjö af 17 hótelum sínum opin, hjá KEA hótelunum verða þrjú af tíu hótelum opin og hjá Center hótelum verða þrjú af átta hótelum opin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Landsmönnum býðst nú hótelgisting með verulegum afslætti. Þannig er m.a. hægt að kaupa gistingu til 5, 7 eða 10 nátta hjá Íslandshótelum og gista á einu hóteli eða fara á milli hótelanna sjö. Hundaeigendum er velkomið að taka gæludýrin með, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. KEA hótelin bjóða m.a. upp á gistipakka með afþreyingu í samvinnu við ýmsa aðila og Center hótel gera fólki margs konar tilboð og bjóða upp á gjafabréf með kaupauka.

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, taldi að hótel þeirra yrðu rekin með tapi í sumar. „Þetta heldur tannhjólunum aðeins smurðum. Við erum enn með yfir 300 starfsmenn í vinnu. Þeir hafa störf og við erum að sinna íslenska markaðnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »