Grannarnir hafa ekki slakað á reglum hjá sér

Stjórnvöld í Færeyjum íhuga að aflétta takmörkunum gagnvart löndum þar …
Stjórnvöld í Færeyjum íhuga að aflétta takmörkunum gagnvart löndum þar sem smithætta er lítil. mbl.is/Björn Jóhann

Stjórnvöld í Færeyjum og Grænlandi hafa ekki slakað á reglum um sóttkví fólks sem kemur frá Íslandi. Á meðan tilslökun sjórnvalda hér gagnvart fólki frá þessum löndum er ekki gagnkvæm er ekki grundvöllur til að hefja flug að nýju því þótt fólkið gæti sloppið við sóttkví hér þyrfti það að fara í sóttkví þegar það kæmi aftur heim til Færeyja eða Grænlands.

Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að taka Grænland og Færeyjar af lista þeirra landa sem skilgreind eru sem há-áhættusvæði vegna smits af kórónuveiru tekur gildi í dag, 15. maí. Eru því ekki lengur neinar takmarkanir vegna sóttvarna, svo sem kröfur um sóttkví, í gildi vegna ferða fólks á milli landanna.

Ákvörðunin er einhliða ráðstöfun af hálfu Íslands, eins og Rún Ingvarsdóttir, sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu, bendir á í skriflegu svari. „Slíkar ákvarðanir þurfa að vera byggðar á áhættumati hvers og eins ríkis og þótt við vonumst eftir gagnkvæmni hefur ekkert verið staðfest í þeim efnum,“ segir Rún í umfjöllun um þetta mál í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert