Messað á ný

Melstaður í Húnavatnssýslu.
Melstaður í Húnavatnssýslu. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Tilhlökkunin er fölskvalaus. Flestir prestar bíða heldur ekki boðanna og messa strax,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri þjóðkirkjunnar.

Guðsþjónustur verða í kirkjum víða um landið á morgun, sunnudag, en kirkjustarf hefur legið í láginni sl. tvo mánuði í samkomubanni vegna kórónuveirunnar.

Í Morgunblaðinu í dag eru auglýstar messur víða um landið, en þar er mikilvægi hreinlætis undirstrikað og þess að fara með gát. „Aðstæður hafa fært kirkjuna fram og fjarþjónusta yfir netið er komin til að vera. Svo höfum við lært og fundið hvað mannlegt samneyti er mikilvægt, enda þáttur í boðskap kirkjunnar,“ segir Pétur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert