Skiluðu listum í þremur kjördæmum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson hafa báðir skilað meðmælendalistum í þremur kjördæmum vegna væntanlegra forsetakosninga í sumar. 

Guðni og Guðmundur skiluðu inn meðmælendalistum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðurkjördæmi, að því er fram kemur á vef RÚV.

Áður höfðu þeir skilað inn meðmælendalistum í Suðvesturkjördæmi.

Axel Pétur Axelsson vísaði kjörstjórnum á meðmælendalista sína á netinu.

Kjörstjórnir fara yfir listana og gefa út vottorð sem skila þarf inn ásamt framboði. Framboðsfrestur rennur út á laugardag.

mbl.is