Spá fækkun bótaþega

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir að fólki á hlutabótum muni fækka hraðar en áætlað var. Þetta segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, í Morgunblaðinu í dag.

Stofnunin birti síðastliðinn föstudag spá um atvinnuleysið. Samkvæmt henni mun atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleiðinni minnka úr 10,3% í apríl í 7,6% í maí. Út frá nýrri áætlun Karls má ætla að síðari talan muni reynast lægri.

Rúmur fimmtungur þeirra sem fóru á hlutabætur starfaði í verslun. Það gæti því vegið þungt að verslunin hefur komið vel undan vetri, að sögn Samtaka verslunar og þjónustu. Hins vegar liggur ekki fyrir hversu margir fara aftur í fullt starf.

Þá störfuðu um 18% þeirra sem fóru á hlutabætur í iðnaði, sjávarútvegi og skyldum greinum. Það gæti haft áhrif á atvinnustigið í þessum greinum ef erlendir markaðir opnast á ný, ekki síst markaðir í Evrópu, en þar er veirufaraldurinn víða í rénun.

Um 11% þeirra sem fengu hlutabætur í apríl voru starfandi í opinberri þjónustu, hjá félögum og í menningu. Undir hópinn heyra m.a. hárgreiðslufólk, sjúkraþjálfarar og starfsfólk íþróttafélaga og leikhúsa sem var tímabundið án vinnu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag segr Karl að ætla megi að 30-40% þeirra fari af hlutabótum í maí, flestir í fullt starf. Batinn verði hægari hjá þeim sem séu í hinu hefðbundna kerfi atvinnuleysistrygginga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert