Féllu frá frumvarpi um myndavélaeftirlit

Hafnarsambandinu þótti of langt gengið að skylda hafnir til að …
Hafnarsambandinu þótti of langt gengið að skylda hafnir til að hafa rafrænt eftirlit með löndun. Hér er boltaþorski landað á Raufarhöfn.

Yfirvöld virðast hafa fallið frá áformum um myndavélaeftirlit með fiskveiðum ef marka má niðurstöðu samráðs vegna frumvarps til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi sem birt var á samráðsgátt stjórnvalda á þriðjudag, en frumvarpið var fyrst kynnt árið 2018.

Í niðurstöðum er aðeins rakin afstaða umsagnaraðila og sagt að „frumvarpið var aldrei lagt fyrir ríkisstjórn“. Fjórar umsagnir bárust vegna frumvarpsins þegar það var kynnt og lögðust Samtök atvinnulífsins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Landssamband smábátaeiginda gegn því að tekið væri upp rafrænt eftirlit með fiskveiðum. Töldu þessi samtök myndavélar um borð vera of íþyngjandi, auk þess sem efasemdir voru um að þessi aðferð samræmdist lögum um persónuvernd. Í umsögn Hafnarsambandsins kom fram að þeim þótti of langt gengið að skylda hafnir til að hafa rafrænt eftirlit með löndun.

Enn til umfjöllunar

Fram kemur í svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins að málið sé enn til umfjöllunar þrátt fyrir að fallið hafi verið frá frumvarpinu.Vísað er til skýrslu Ríkiendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu og starf verkefnisstjórnar um sama mál. „Gera má ráð fyrir að verkefnisstjórnin skili af sér skýrslu um eftirlit Fiskistofu innan ekki mjög langs tíma, en þar verður væntanlega fjallað m.a. um beitingu nýrrar tækni við fiskveiðieftirlit.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »