Leyfissvipting stytt þrátt fyrir alvarleg brot

Bátarnir lönduðu strandveiðiafla á Hofsósi sumarið 2022 þegar aflinn var …
Bátarnir lönduðu strandveiðiafla á Hofsósi sumarið 2022 þegar aflinn var vigtaður af skipstjóra Þorgríms SK í stað löggilts vigtunarmanns. mbl.is/Sigurður Bogi

Skipstjórar á strandveiðibátunum Þorgrími SK-27, Rósborg SI-29 og Skotta SK-138 eru sagðir í ákvörðun Fiskistofu um veiðileyfissviptingu hafa framið „meiriháttar og sérlega vítaverð“ brot þegar skipstjóri Þorgríms við löndun vigtaði eigin afla og hinna tveggja án þess að hafa til þess leyfi. Telur Fiskistofa brot skipstjóranna „með alvarlegustu brotum“ gegn lögum um fiskveiðar.

Þrátt fyrir að Fiskistofa telji brotin alvarleg ákvað stofnunin aðeins að svipta bátanna um leyfi til strandveiða í eina viku í næsta mánuði. Stofnunin telur að eðlilegt hefði verið að svipta bátana um veiðileyfi í fjórar vikur en rökstyður skemmri sviptingu með að vísa til þeirra mikilla tafa sem urðu á afgreiðslu málsins.

Málið má rekja allt aftur til strandveiðanna árið 2022. Höfðu eftirlitsmenn stofnunarinnar verið á Hofsósi við eftirlitsstörf 8. júní það ár og var þá á hafnarbakkanum verið frágenginn afli úr Þorgrími. Aðspurður sagði skipstjóri bátsins að aflinn hefði verið vigtaður af löggiltum vigtarmanni, en hann hefði þurft frá að hverfa en væri væntanlegur aftur fyrir næstu löndun.

Skömmu seinna hafi annar bátur komið til löndunar og mætti þá vigtarmaðurinn og sá um vigtun aflans, en að löndun lokinni ákváðu eftirlitsmenn að bera saman handskrift í stílabók með löndunartölum. Fannst eftirlitsmönnum töluvert frávik í skriftinni sem var notuð til að skrá löndun Þorgríms og þeirri sem vigtarmaðurinn notaði við skráningu afla hins bátsins.

Vegna gruns um brot var ákveðið að fylgjast með löndun á Hofsósi næsta dag, 9. júní. Var sent upp ómannað loftfar til að fylgjast með löndunum og komu upp úr klukkan tvö síðdegis bátarnir Þorgrímur, Rósborg og Skotta til hafnar á Hofsósi.

Nýttu eftirlitsmenn loftfarið til að taka upp átta myndbönd sem samtls telja 43 mínútur. „Á þeim sést þegar málsaðili, og jafnframt skipstjóri fiskiskipsins Þorgrímur SK-27 […] keyrir afla á lyftara úr framangreindum þremur strandveiðibátum á hafnarvog og skráir löndunartölur í áðurnefnda stílabók sem staðsett er í vigtarskúr á höfninni,“ að því er segir í lýsingu málsatvika.

Efast um lögmæti eftirlits

Fram kemur í málsgögnum að bæði skipstjórinn á Þorgrími og Rósborg gerðu við úrvinnslu málsins alarlegar athugasemdir við að eftirliti hafi verið sinnt með ómönnuðu loftfari án vitund þeirra. Vildu þeir meina að eftirlitið hafi verið framkvæmt „án lagaheimildar til þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem átti sér stað að hálfu Fiskistofu fyrir 14. júlí 2022, þegar lög nr. 85/2022 tóku gildi og veittu stofnuninni heimild til þess að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum.“

Fiskistofa hafnar því að notkun loftfarsins hafi verið ólögmæt og jafnvel þó annmarkar væru gerðir við málsmeðferðina ógildi það ekki stjórnvaldsákvörðun stofnunarinnar. Bendir stofnunin jafnframt á að málatilbúnaður hennar byggi í grunninn á vitnisburði tveggja eftirlitsmanna.

Taldi sig hafa leyfi

Skipstjóri Þorgríms sagði í athugasemdum sínum jafnframt ljóst að atvikið gæti hvorki geta orðið grundvöllur refsingar í sakamáli eða grundvöllur viðurlaga á stjórnsýslustigi. Fullyrti hann að allur afli úr bátnum hafi verið veginn á hafnarvog og benti hann á að notuð hafi verið löggilt vog.

„Þá kvaðst málsaðili hafa haft samband símleiðis við nefndan löggiltan vigtarmann, sem átti að vera við störf á höfninni í umrætt sinn en var ekki. Að sögn málsaðila gat vigtarmaðurinn ekki vigtað aflann vegna anna. Að sögn málsaðila gaf Þ honum fyrirmæli um að vigta aflann sjálfur, skrá hann niður og myndi [vigtarmaðurinn] í kjölfarið staðfesta vigtunina. Af þeim sökum taldi málsaðili ljóst að hann hafði ekki ásetning til brots og geti sú háttsemi að forða afla undan tjóni, að undangengnum fyrirmælum vigtarmanns, ekki talist gáleysi í ljósi atvika málsins.“

Leitaði Fiskistofa til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem telur starfsháttur vigtarmanns, sé hann eins og lýst er í athugasemdum skipstjóra Þorgríms, ekki í samræmi við við ákvæði laga. Enda er ljóst að vigtarmaður sem erkki er viðstaddur vigtun geti ekki tryggt að hún fari fram í samræmi við lög og reglur.

Þá upplýstu Skagafjarðarhafnir að „umræddur vigtarmaður í verktakavinnu og annast örfáar landanir á Hofsósi. Þetta atriði sé alveg skýrt, geti hann ekki annast vigtun ber honum að hringja í vaktsíma Skagafjarðarhafna og starfsmaður frá Sauðárkróki gæti í hans stað ekið þaðan og séð um vigtun. Að sögn hafnarstjóra hefur sú framkvæmd ekki viðgengist hjá Skagafjarðarhöfnum að skipstjórar vigti og skrái afla sinn sjálfur, sem vigtarmaður síðan staðfestir að lokinni löndun.“

Fiskistofa styðst við fleiri tegundir dróna við eftirlit.
Fiskistofa styðst við fleiri tegundir dróna við eftirlit. mbl.is/Árni Sæberg

Hefði verið fjögurra vikna svipting

„Að mati Fiskistofu er ekki til staðar vafi um hina meintu saknæmu háttsemi,“ segir í rökstuðningi Fiskistofu. Brutu skipstjórarnir gegn ákvæðum laga með því að tryggja ekki að vigtun hafi verið framkvæmd af starfsmanni hafnar sem hlotið hefur til þess löggildingu.

Fiskistofa hefur ákveðið að svipta Þorgrím og Rósborg um leyfi til strandveiða í eina viku frá og með 15. júní næstkomandi til 21. júní.

„Talsverður dráttur hefur orðið á meðferð málsins hjá Fiskistofu sem málsaðila verður ekki um kennt. Ákvörðun þessi er tekin samhliða tveimur öðrum ákvörðunum er spretta af sama máli sem hefur haft áhrif á málsmeðferðartíma þar sem Fiskistofa taldi rétt að ljúka öllum ákvörðunum samhliða. Verður dráttur á meðferð málsins metinn málsaðila í hag við ákvörðun viðurlaga samkvæmt ákvörðunarorði, sem að öðrum kosti hefði að mati Fiskistofu orðið fjórar vikur í sviptingu veiðileyfis,“ segir í ákvörðun Fiskistofu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.24 418,96 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.24 428,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.24 283,82 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.24 86,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.24 140,09 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.24 79,57 kr/kg
Djúpkarfi 14.6.24 324,00 kr/kg
Gullkarfi 14.6.24 276,42 kr/kg
Litli karfi 14.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.6.24 269,65 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.6.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 1.709 kg
Rauðmagi 14 kg
Þorskur 6 kg
Samtals 1.729 kg
15.6.24 Kristján HF 100 Lína
Langa 836 kg
Keila 698 kg
Ýsa 313 kg
Þorskur 23 kg
Skötuselur 21 kg
Karfi 10 kg
Samtals 1.901 kg
15.6.24 Eyrún SH 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.572 kg
Samtals 1.572 kg
15.6.24 Bobby 17 ÍS 377 Sjóstöng
Þorskur 152 kg
Steinbítur 48 kg
Samtals 200 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.24 418,96 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.24 428,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.24 283,82 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.24 86,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.24 140,09 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.24 79,57 kr/kg
Djúpkarfi 14.6.24 324,00 kr/kg
Gullkarfi 14.6.24 276,42 kr/kg
Litli karfi 14.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.6.24 269,65 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.6.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 1.709 kg
Rauðmagi 14 kg
Þorskur 6 kg
Samtals 1.729 kg
15.6.24 Kristján HF 100 Lína
Langa 836 kg
Keila 698 kg
Ýsa 313 kg
Þorskur 23 kg
Skötuselur 21 kg
Karfi 10 kg
Samtals 1.901 kg
15.6.24 Eyrún SH 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.572 kg
Samtals 1.572 kg
15.6.24 Bobby 17 ÍS 377 Sjóstöng
Þorskur 152 kg
Steinbítur 48 kg
Samtals 200 kg

Skoða allar landanir »