Drónaeftirlit brot gegn persónuvernd

Fiskistofa býr yfir öflugum drónum sem þegar hafa verið notaðir …
Fiskistofa býr yfir öflugum drónum sem þegar hafa verið notaðir við eftirlit með veiðum. Landssamband smábátaeigenda hefur kallað drónana opinbert eftirlitsauga Fiskistofu. mbl.is/Árni Sæberg

Drónaeftirlit Fiskistofu braut í bága við ákvæði persónuverndarlaga samkvæmt úrskurði frá 28. mars síðastliðnum í máli þar sem kvartað var yfir drónamyndbandsupptökum stofnunarinnar af veiðum fiskiskips.

Persónuvernd telur að engin heimild hafi staðið til þeirrar vinnslu Fiskistofu á persónuupplýsingum kvartanda, sem fólst í umræddum myndbandsupptökum sem hvorki samrýmdist meginreglu persónuverndarlaga um gagnsæi né reglum um fræðsluskyldu.

Fiskistofa hefur fengið frest til 28. apríl næstkomandi til að færa vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað við eftirlit með upptökum með dróna til samræmis við ákvæði persónuverndarlöggjafarinnar um gagnsæi, fræðsluskyldu og vinnsluheimild.

Veiðieftirlit hefur þróast

Forsaga málsins er sú að fiskiskip var við veiðar skammt frá landi þegar Fiskistofa flaug dróna nærri skipinu og tók upp myndefni af skipinu við veiðar. Á myndbandsupptökum sést skip kvartanda, skráningarnúmer þess og einn maður um borð.

Kvartandi telur að eftirlit Fiskistofu með dróna sé rafræn vöktun í skilningi persónuverndarlaga. Fiskistofa hafi ekki tilkynnt að til stæði að viðhafa slíka vöktun. Meint brot útgerðar fiskiskipsins teljist til refsiverðrar háttsemi samkvæmt lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og því hafi Fiskistofu borið að fara að ákvæðum persónuverndarlaga er lúta að vinnslu upplýsinga um refsiverða háttsemi.

Fiskistofa telur að maður sá sem sést um borð í fiskiskipinu á myndbandsupptökum úr drónanum sé ekki persónugreinanlegur sem slíkur og þannig hafi myndabandsupptökurnar ekki að geyma persónugreinanlegar upplýsingar. Þá telur stofnunin vafa leika á að umrædd vinnsla teljist rafræn vöktun í skilningi persónuverndarlaga, enda hafi ekki verið um að ræða viðvarandi vöktun eða reglulega endurtekna.

Fiskistofa útskýrir að stofnunin sinni veiðieftirliti samkvæmt lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og að með aukinni tækniþróun hafi aðferðir við veiðieftirlit þróast. Í janúar 2021 hafi Fiskistofa hafið notkun á dróna við eftirlit með fiskveiðum á grunnslóð sem fari þannig fram að veiðieftirlitsmenn stýri drónum nálægt veiðislóðum skipa sem stundi veiðar skammt frá landi. Tækjunum sé ávallt stjórnað af veiðieftirlitsmanni sem sé viðstaddur og sjái myndefnið úr myndavél drónans í beinu streymi. Í þeim tilfellum þar sem upp komi grunur um frávik frá lögum og reglum kveiki eftirlitsmaður á upptöku og taki aðeins upp það myndefni sem nauðsynlegt sé til að færa sönnur á að brot hafi átt sér stað.

Nauðsynleg vinnsla

Þá segir Fiskistofa að í þeim tilfellum þar sem mál fari í formlega málsmeðferð sé upptaka myndefnisins vistuð í aðgangsstýrðu skjalavinnslukerfi Fiskistofu en öðrum eintökum sé eytt. Þeir einir hafi aðgang að gögnunum sem þess þurfi vegna vinnu þeirra við rannsókn málsins. Fiskistofa útskýrir að stofnunin sé opinber og að hún sé bundin af stjórnsýslulögum og verði þess vegna að rannsaka og afla nauðsynlegra sönnunargagna áður en ákvörðun sé tekin í máli og að eðli málsins samkvæmt sé eftirlit Fiskistofu að hluta framkvæmt án þess að tilkynnt sé um það fyrir fram.

Fiskistofa útskýrir að vinnslan sé nauðsynleg svo að stofnunin geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og haft eftirlit með því sem fram fer á stöðum þar sem erfitt er að beita hefðbundnu eftirliti með sem hagkvæmustum hætti. Þá segist Fiskistofa hafa framkvæmt mat á áhrifum vinnslu á persónuvernd vegna fyrirhugaðrar notkunar dróna við eftirlit.

Persónugreinanlegt myndefni

Persónuvernd segir í úrskurði sínum að kjarni persónuupplýsingahugtaksins sé að upplýsingar megi rekja til einstaklings, beint eða óbeint og til þess að upplýsingar séu persónugreinanlegar skuli tekið mið af öllum aðferðum sem eðlilegt er að hugsa sér að ábyrgðaraðili eða annar aðili beiti til að bera kennsl á viðkomandi einstakling.

Persónuvernd segir ljóst að Fiskistofu hafi verið kunnugt um hvaða skip var að ræða. Þá hafi Fiskistofu mátt vera ljóst að kvartandi var eini starfsmaður útgerðarinnar og eini eigandi hennar. Að því virtu og með hliðsjón af ákvæðum persónuverndarlaga telst myndefnið sem um ræðir í málinu vera persónugreinanlegt og þannig varði málið vinnslu persónuupplýsinga sem fellur undir valdsvið Persónuverndar. Fiskistofa var þannig talin vera ábyrgðaraðili að umræddri vinnslu persónuupplýsinga.

Ekki um rafræna vöktun að ræða

Persónuvernd féllst ekki á málatilbúnað kvartanda að vöktun Fiskistofu teldist til rafrænnar vöktunar í skilningi persónuverndarlaga þar sem hvorki hafi verið um viðvarandi vöktun gegn kvartanda né endurtekna.

Persónuvernd segir eftirlit Fiskistofu hafa farið fram með þeim hætti að tekin hafi verið upp myndbönd af kvartanda við veiðar. Kvartanda hafi ekki sérstaklega verið gert viðvart um að Fiskistofa fylgdist með honum. Eina tilkynningin sem hafði komið frá stofnuninni var almenn yfirlýsing sem birtist á vefsíðu hennar þann í janúar árið 2021 um að Fiskistofa hefði tekið í notkun dróna við eftirlit. Þannig verði að telja að eftirlit Fiskistofu hafi farið fram með leynd og ekki samrýmst gagnsæiskröfu eða ákvæðum persónuverndarlaga um fræðsluskyldu.

Persónuvernd segir að löggjafinn hafi veitt Fiskistofu nokkuð rúmar heimildir til eftirlits. Af þeim heimildum megi þó ráða að gert sé ráð fyrir að slíku eftirliti sé sinnt af eftirlitsmönnum í eigin persónu sem þannig sé veittur aðgangur að nauðsynlegum stöðum, svo sem skipum, flutningstækjum, geymslum eða öðru húsnæði. Ekkert sé í ákvæðum þeirra laga sem Fiskistofa hefur eftirlit með sem veitir stofnuninni heimild til þess að viðhafa rafrænt eftirlit með leynd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »