Helmingi minna drónaeftirlit með fiskveiðum

Eftirlitsferðum dróna Fiskistofu þar sem fylgst er með veiðum krókaflamarksbáta …
Eftirlitsferðum dróna Fiskistofu þar sem fylgst er með veiðum krókaflamarksbáta hefur fækkað mest milli ára. Nemur samdrátturinn 86%. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Dróneftirlitsferðum Fiskistofu hefur fækkað svo um munar milli ára, úr 637 á síðasta ári í 331 það sem af er þessu ári og nemur samdrátturinn því um 48%. Ef litið er til eftirlitsferða sem ná til fiskveiða á sjó hefur þeim fækkað um tæp 57% og rúmlega 61% ef eingöngu er horft til íslenskra fiskiskipa.

Tölfræðina má sjá í heild neðst í fréttinni.

Mesta fækkunin er í eftirlitsferðum þar sem fylgst er með smábátum sem búa yfir aflamarki (kvóta), en þeim hefur fækkað úr 71 á síðasta ári í 10 á þessu ári, sem er 86% samdráttur. Þá hefur eftirlitsferðum dróna þar sem fylgst er með krókaaflamarksbátum fækkað um 78% og skipum með aflamarki um 74%.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, við fyrirspurn frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur um eftirlit Fiskistofu sem birt hefur verið á vef Alþingis.

Spurði Lilja Rafney: „Hvert er umfang eftirlits Fiskistofu, greint eftir fjölda skipta sem fjarstýrð loftför (drónar) eru send út til eftirlits? Svar óskast brotið niður á útgerðarflokka og veiðarfæri.“

Drónaeftirlitið reynst vel

Drónaeftirlit Fiskistofu hefur reynst stofnuninni afar vel og hefur komist upp um fjölda brota á fiskveiðilöggjöfinni með tilheyrandi afleiðingum fyrir þá sem hafa verið uppvísir að brotum. Jafnvel hafa ýmis brot verið skjalfest í fyrsta sinn sem fram að því að eftirlit af þessum toga var tekið upp var einungis grunur um að væri stundað.

Fiskistofa hefur þó þurft að sæta sömu aðhaldskröfum og aðrar stofnanir ríkisins og því hefur eftirlitsmönnum fremur fækkað. Þá gat stofnunin ekki brugðist við ábendingum um brot í sumar vegna manneklu. Hvort samdráttur í fjölda eftirlitsferða dróna Fiskistofu megi rekja til almenns niðurskurðar er ekki ljóst.

Fram kom í viðtali 200 mílna við Elínu B. Ragnarsdóttur, sviðsstjóra veiðieftirlits, í lok ágúst að eftirlitið væri keyrt „á algjörri lágmarksmönnun“.

Þá kom einnig fram í viðtalinu að drónaeftirlit Fiskistofu hafi í fyrsta sinn síðastliðið sumar skjalfest brottkast blóðgaðs strandveiðiafla og færslu strandveiðiafla yfir í krókaaflamarksbát áður en komið var til hafnar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 377,45 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 255,33 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 255,00 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.23 Gullbrandur NS-031 Grásleppunet
Grásleppa 1.063 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.069 kg
3.6.23 Anna Karín SH-316 Grásleppunet
Grásleppa 1.218 kg
Samtals 1.218 kg
3.6.23 Reginn ÁR-228 Þorskfisknet
Langa 1.945 kg
Þorskur 398 kg
Samtals 2.343 kg
3.6.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Steinbítur 328 kg
Þorskur 134 kg
Samtals 462 kg
3.6.23 Bliki ÍS-414 Sjóstöng
Steinbítur 338 kg
Þorskur 123 kg
Samtals 461 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.6.23 377,45 kr/kg
Þorskur, slægður 2.6.23 495,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.6.23 255,33 kr/kg
Ýsa, slægð 2.6.23 351,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.6.23 242,70 kr/kg
Ufsi, slægður 2.6.23 293,65 kr/kg
Djúpkarfi 31.5.23 227,00 kr/kg
Gullkarfi 2.6.23 255,00 kr/kg
Litli karfi 15.5.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.6.23 308,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.6.23 Gullbrandur NS-031 Grásleppunet
Grásleppa 1.063 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.069 kg
3.6.23 Anna Karín SH-316 Grásleppunet
Grásleppa 1.218 kg
Samtals 1.218 kg
3.6.23 Reginn ÁR-228 Þorskfisknet
Langa 1.945 kg
Þorskur 398 kg
Samtals 2.343 kg
3.6.23 Stuttnefja BA-408 Sjóstöng
Steinbítur 328 kg
Þorskur 134 kg
Samtals 462 kg
3.6.23 Bliki ÍS-414 Sjóstöng
Steinbítur 338 kg
Þorskur 123 kg
Samtals 461 kg

Skoða allar landanir »