Ríkar ástæður svo Fiskistofa fái lögregluvald

Persónuvernd telur Fiskistofu þurfa að fá auknar heimildir í lögum …
Persónuvernd telur Fiskistofu þurfa að fá auknar heimildir í lögum ef sinna á eftirliti með leynd. mbl.is/Alfons Finnsson

Að mati Petsónuverndar er ekki æskilegt að stofnun sem fer ekki með lögregluvald sé veitt heimild til vöktunar með leynd, sambærileg þeim heimildum sem lögregla beitir í þágu rannsóknar sakamála. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Persónuverndar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnunar þar sem meðal annars er fjallað um eftirlit Fiskistofu.

Meðal þess sem lagt er til í frumvarpinu er að Fiskistofu verði veitt heimild til að notast við fjarstýrð loftför, eða dróna, í þágu eftirlits með fiskveiðum og einnig að henni verði veitt heimild til aðgangs að efni sem safnast í rafrænum vöktunarkerfum í löndunarhöfnum, að því er segir í umsögninni.

Styrkja heimildir

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar til að styrkja heimildir Fiskistofu til rafræns eftirlits og vöktunar. Í frumvarpi um breytingu á lögum um Fiskistofu segir meðal annars: „Eftirlitsmönnum Fiskistofu er heimilt að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Fiskistofu er heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar.

Skal gæta þess að einungis sé rafræn vöktun á þeim stöðum sem nauðsynlegt er talið vegna almannahagsmuna og til þess að eftirlitsmenn Fiskistofu geti uppfyllt eftirlitsskyldu sína.“

Fiskistofa býr yfir öflugum drónum sem þegar hafa verið notaðir …
Fiskistofa býr yfir öflugum drónum sem þegar hafa verið notaðir við eftirlit með veiðum. Landssamband smábátaeigenda hefur kallað drónann opinbert eftirlitsauga Fiskistofu. mbl.is/Árni Sæberg

Mat verði gert á nauðsyn vöktunar og eftirlits

Í umsögn Persónuverndar er sérstaklega fjallað um eftirlit með drónum undir fyrirsögninn Vöktun með leynd. Þar kemur fram það mat Persónuverndar að ríkar ástæður verði að vera fyrir því að veita Fiskistofu lögregluvald. Standi vilji löggjafans til að heimila Fiskistofu að viðhafa rafræna vöktun með leynd þá er það skoðun Persónuverndar að nauðsynlegt sé að framkvæmt sé mat á nauðsyn vöktunarinnar með hliðsjón af kröfum stjórnarskrár og að niðurstöður þess mats séu skráðar í lögskýringargögn.

Frumvarpið var lagt fram með breyttu sniði á síðasta þingi en hlaut ekki afgreiðslu. Persónuvernd veitti umsögn um það frumvarp í maí í fyrra, en ekki hefur verið orðið við athugasemdum stofnunarinnar nema að mjög takmörkuðu leyti, að því er segir í nýrri umsögn þar sem fyrri athugasemdir Persónuverndar eru ítrekaðar.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimild eftirlitsmanna Fiskistofu til aðgangs að rafrænum vöktunarkerfum í löndunarhöfnum, eftirlitsmyndavélum, í þeim tilgangi að hafa eftirlit með löndun afla. Það er afstaða Persónuverndar að nauðsynlegt sé að framkvæma mat á nauðsyn umrædds eftirlits með hliðsjón af kröfum stjórnarskrár.

Upptaka ef grunur um brot

Fiskistofa notaði dróna í auknum mæli við fiskveiðieftirlit á síðasta ári. Stofnunin telur sig hafa heimildir fyrir slíku og ekki hafa verið gerðar athugasemdir við þessa aðferð við eftirlit af hálfu opinberra aðila, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.

Með drónunum geta eftirlitsmenn fylgst með störfum sjómanna úti á sjó á skjá sínum. Þegar grunur hefur verið um brot gegn fiskveiðilöggjöfinni hafa eftirlitsmenn getað gripið til upptöku á myndavélum drónans. Með þau gögn hefur verið farið samkvæmt persónuverndarlögum.

Á síðasta almanaksári voru 142 brottkastsmál skráð hjá Fiskistofu og var um mikla aukningu að ræða frá árunum á undan, en þá voru þau gjarnan um 10 á ári. Öll málin í fyrra greindust með notkun dróna og voru flest þeirra afgreidd með leiðbeiningabréfi. Fiskistofa hefur boðað að til harðari viðbragða verði gripið á þessu fiskveiðiári.

Í febrúar í fyrra birtist eftirfarandi frétt á heimasíðu Fiskistofu: Mikið hefur verið fjallað um eftirlit Fiskistofu með drónum í fjölmiðlum. Umfjöllunin hefur m.a. lotið að því að notkun dróna við eftirlit sé ólögmæt og brjóti á friðhelgi einkalífs þeirra sem eftirlit beinist að. Fiskistofu er með lögum falið að fylgjast með framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og að hafa eftirlit með fiskveiðum. Með hliðsjón af því var það mat Persónuverndar að vinnsla Fiskistofu á upplýsingum um refsiverðan verknað á þann hátt sem lýst var í erindi Fiskistofu til Persónuverndar geti fallið undir lögbundið hlutverk stofnunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.22 354,65 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.22 435,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.22 399,91 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.22 383,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.22 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.22 221,57 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.22 291,18 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.7.22 Silfurborg SU-022 Dragnót
Steinbítur 6.530 kg
Skarkoli 1.544 kg
Þorskur 391 kg
Ýsa 14 kg
Samtals 8.479 kg
1.7.22 Gullhólmi SH-201 Lína
Þorskur 10.014 kg
Grálúða 2.969 kg
Keila 679 kg
Hlýri 244 kg
Gullkarfi 116 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 14.046 kg
1.7.22 Fúsi SH-600 Grásleppunet
Grásleppa 4.941 kg
Samtals 4.941 kg
1.7.22 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 1.977 kg
Steinbítur 1.463 kg
Keila 181 kg
Gullkarfi 71 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 3.703 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.7.22 354,65 kr/kg
Þorskur, slægður 1.7.22 435,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.7.22 399,91 kr/kg
Ýsa, slægð 1.7.22 383,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.7.22 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 1.7.22 221,57 kr/kg
Djúpkarfi 1.7.22 213,00 kr/kg
Gullkarfi 1.7.22 291,18 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.7.22 Silfurborg SU-022 Dragnót
Steinbítur 6.530 kg
Skarkoli 1.544 kg
Þorskur 391 kg
Ýsa 14 kg
Samtals 8.479 kg
1.7.22 Gullhólmi SH-201 Lína
Þorskur 10.014 kg
Grálúða 2.969 kg
Keila 679 kg
Hlýri 244 kg
Gullkarfi 116 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 14.046 kg
1.7.22 Fúsi SH-600 Grásleppunet
Grásleppa 4.941 kg
Samtals 4.941 kg
1.7.22 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 1.977 kg
Steinbítur 1.463 kg
Keila 181 kg
Gullkarfi 71 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 3.703 kg

Skoða allar landanir »