„Þetta gerðist ekki á besta tíma“

Snorri segir að vefurinn verði vonandi kominn í gagnið fljótlega.
Snorri segir að vefurinn verði vonandi kominn í gagnið fljótlega. mbl.is/Ófeigur

„Við vorum náttúrulega að opna fyrir aðgang að álagningarupplýsingum. Það er oft svona að menn verða svo spenntir þegar þetta er nýopnað og það verður mikið álag,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri, spurður út í þá bilun sem orðið hefur á þjónustuvef embættisins.

Snorri bendir líka á að skrifstofurnar hafi misst rafstrauminn í gær.

„Þannig að það þurfti að keyra allt upp aftur. Þetta gerðist ekki á besta tíma.“

„Slökktu og kveiktu aftur“

Hvort tveggja álagið og rafmagnsleysið eigi því sök að máli.

„Þegar tæknin virkar ekki þá er kannski oft erfitt að benda nákvæmlega á hvað það er sem veldur. Það sem sagt er við mig venjulega er bara „slökktu og kveiktu aftur“, en það virkar ekki alltaf,“ segir Snorri og hlær um leið.

„En vonandi verður þetta komið í gagnið fljótlega.“

Uppfært: Vefurinn virðist kominn í lag

Þjónustuvefur ríkisskattstjóra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert