Eitt nýtt smit — virk smit nú tvö

Eitt nýtt smit greindist síðastliðinn sólarhring.
Eitt nýtt smit greindist síðastliðinn sólarhring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eitt nýtt smit kórónuveirunnar greind­ist í gær hér á landi. Sá smitaði greindist hjá Íslenskri erfðagreiningu og var utan sóttkvíar við greiningu. Tvö virk smit eru nú í landinu. Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um á covid.is. 

534 sýni voru tek­in í gær, 70 á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og 464 hjá Íslenskri erfðagrein­ingu.

Alls hafa nú 1.806 smit greinst á Íslandi, þar af átta í maí. Tekin hafa verið 61.025 sýni.

mbl.is

Bloggað um fréttina