Tveir árekstrar með stuttu millibili

Strætisvagn og fólksbíll lentu saman rétt hjá Egilshöll í kvöld.
Strætisvagn og fólksbíll lentu saman rétt hjá Egilshöll í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Tveir árekstrar urðu í Reykjavík með stuttu millibili í kvöld. Annar þeirra var við Miðbæ við Háaleitisbraut en hinn við Egilshöll í Grafarvogi. Í hvorugum urðu slys á fólki, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Ljósmynd/Aðsend

Við Egilshöll lentu saman strætisvagn og fólksbíll. Slökkvilið var kallað á vettvang með dælubíl til þess að hreinsa upp olíu sem lak úr bílunum. 

Uppfært klukkan 22:59:

Á Háaleitisbraut var bíl ekið á tvo fólksbíla eftir eftirför lögreglu. Þangað var slökkvilið einnig kallað á vettvang, aðallega vegna hreinsunarstarfs, svo og sjúkrabíll og lögregla. 

Árekstur varð við verslunarmiðstöðina Miðbæ á horni Safamýrar og Háaleitisbrautar.
Árekstur varð við verslunarmiðstöðina Miðbæ á horni Safamýrar og Háaleitisbrautar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert