131 brautskráðist frá FÁ

131 nemandi var brautskráður frá FÁ í síðustu viku; 73 …
131 nemandi var brautskráður frá FÁ í síðustu viku; 73 stúdentar, 23 með viðbótarnám til stúdentsprófs, 3 af læknaritarabraut, 4 af heilbrigðisritarabraut, 4 heilsunuddarar, 13 sjúkraliðar, 11 tanntæknar. Af nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 3 nemendur. Ljósmynd/Aðsend

Brautskráning Fjölbrautaskólans við Ármúla fór fram á þriðjudag þegar 131 nemandi brautskráðist frá skólanum. Athöfnin var haldin í þremur áföngum sökum takmarkana við samkomuhald vegna kórónuveirunnar. 

73 stúdentar voru brautskráðir, 23 með viðbótarnám til stúdentsprófs, 3 af læknaritarabraut, 4 af heilbrigðisritarabraut, 4  heilsunuddarar, 13 sjúkraliðar, 11 tanntæknar.  Af nýsköpunar- og listabraut útskrifuðust 3 nemendur.

Magnús Ingvason skólameistari FÁ afhendir Salóme Pálsdóttir, dúx annarinnar, brautskráningarskírteini.
Magnús Ingvason skólameistari FÁ afhendir Salóme Pálsdóttir, dúx annarinnar, brautskráningarskírteini. Ljósmynd/Aðsend

Dúx skólans á vorönn 2020 er Salóme Pálsdóttir stúdent af íþrótta- og heilbrigðisbraut.  Í heilbrigðisskólanum fengu Arna Katrín Kristinsdóttir og Ruth Rúnarsdóttir viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í verknámi tanntækna.  Á nýsköpunar- og listabraut fékk Eva Dögg Halldórsdóttir viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi.

Kveðjuávörp við útskriftirnar fluttu Guðrún Telma Þorkelsdóttir  sjúkraliðabraut fyrir hönd Heilbrigðisskólans og Írís Sævarsdóttir, Íþrótta- og heilbrigðisbraut  fyrir hönd nýstúdenta.  

Um tónlistarflutning sáu nemendurnir Alexandra Ýrr Ford og Guðmundur Elí Jóhannsson. 

Útskriftin að þessu sinni fór fram í þremur áföngum vegna …
Útskriftin að þessu sinni fór fram í þremur áföngum vegna kórónaveirunnar. Ljósmynd/Aðsend

Magnús Ingvason, skólameistari FÁ sagði í ræðu sinni við slit skólans að nemendur hafi þurft að takast á við glænýjan veruleika í samkomubanninu – veruleika sem við vonandi lendum ekki aftur í.

Álag á bæði starfsmenn skólans og nemendur hafi verið mikið og hann hrósaði nemendum fyrir að ná að ljúka námi sínu. Að mestu leyti hafi skólastarfið tekist vel, en þó ljóst að því miður hafi ekki allir nemendur náð þeim árangri sem að var stefnt. Hann sagðist vonast til að sjá alla þá nemendur í haust í áframhaldandi námi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert