Vonar að SA sjái ljósið

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson mbl.is Kristinn Magnúsosn

Samtök atvinnulífsins (SA) og Norðurál höfnuðu kröfu Verkalýðsfélag Akraness um kjarasamninga á grundvelli lífskjarasamnings, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness.

Verkalýðsfélagið vísaði viðræðum sínum við Norðurál til ríkissáttasemjara í kjölfarið. Fundur fer fram á fimmtudag.

„Ég skal fúslega viðurkenna að það kom mér verulega á óvart að þeir skyldu ekki vilja feta þá leið sem 95% af íslenskum vinnumarkaði hafa nú þegar undirgengist,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og vísar þá til lífskjarasamningsins.

SA og Norðurál vilja að tenging við launavísitölu haldist í kjarasamningnum, að sögn Vilhjálms, en hann segir ekkert annað í boði en að semja á grundvelli lífskjarasamningsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »