Kaupsamningum fjölgaði um 70%

Árbærinn í Reykjavík.
Árbærinn í Reykjavík. mbl.is

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í maí síðastliðnum var 481.

Heildarvelta nam 25,9 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 53,8 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 19 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 6,4 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 0,5 milljörðum króna.

Þegar maí 2020 er borinn saman við apríl 2020 fjölgar kaupsamningum um 70,6% og velta eykst um 69,6%, að því er kemur fram á vef Þjóðskrár.

Í apríl var 282 kaupsamningum þinglýst, velta nam 15,3 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 54,1 milljónir króna.

Þegar maí 2020 er borinn saman við maí 2019 fækkar kaupsamningum um 22,8% og velta minnkar um 20,2%. Í maí 2019 var 623 kaupsamningum þinglýst, velta nam 32,4 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 52 milljónir króna.

mbl.is