25% nefna fordóma

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar telur rúmlega fjórðungur þeirra sig hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í starfi sínu á síðustu tólf mánuðum.

Er algengast að fordómarnir snúi að starfsfólki af erlendum uppruna, en einnig er nefnt heilsufar, kyn, aldur, holdafar, fötlun, trúarskoðanir og kynhneigð. Tæp 14 prósent starfsmanna borgarinnar segja að þeir hafi á síðustu tólf mánuðum orðið fyrir áreitni frá þjónustuþegum borgarinnar og tæp 5 prósent nefna áreitni frá samstarfsmönnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur að 3,4 prósent telja sig hafa sætt einelti af hálfu samstarfsfólks og 1,8 prósent af hálfu þjónustuþega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert