35 ára fékk 35 milljónir

Maðurinn er nýlega fluttur í höfuðborgina og segir vinninginn koma …
Maðurinn er nýlega fluttur í höfuðborgina og segir vinninginn koma sér virkilega vel. mbl.is/Golli

Seinni vinningshafi í fimmfalda Lottópottinum 6. júní er kominn fram eftir að hann var með kveikt á sjónvarpinu þegar Lottóútdrátturinn fór fram síðasta laugardag og heyrði að síðasti vinningur hefði farið á tvo staði. Hann veitti því athygli að annar miðinn hafði verið keyptur hjá Kvikk í Suðurfelli þar sem hann hafði keypt sinn miða.

Eigandi miðans er 35 ára gamall karlmaður sem hlýtur 35,4 milljónir króna í vinning.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að upphaflega hafi maðurinn ætlað að kaupa miða í EuroJackpot, en að þar sem  búið hafi verið að loka fyrir sölu hafi hann ákveðið að kippa með sér einu 10 raða Lottómiða í staðinn og reyndist sú ákvörðun heldur betur borga sig.

Maðurinn er nýlega fluttur í höfuðborgina og segir vinninginn koma sér virkilega vel. Hann sjái nú fram á að geta keypt sér íbúð og eins sé tilfinningin að eiga smá varasjóð í banka sérstaklega góð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert