Ranglega sagður þjófur í fjölmiðlum

Rúmenski verkamaðurinn Pioaru Alexandru Inonut.
Rúmenski verkamaðurinn Pioaru Alexandru Inonut.

Rúmenskur karlmaður, Pioaru Alexandru Ionut, sem var einn þeirra sem íslensk stjórnvöld lýstu eftir í viðleitni sinni til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, hefur ranglega verið bendlaður við þjófagengi í rúmenskum fjölmiðlum.

Misskilninginn má rekja til þess þegar yfirvöld hérlendis birtu mynd af honum til þess að ná tali af honum. Þrír Rúmenanna voru handteknir fljótlega eftir komuna til landsins fyrir búðarhnupl en þekkti Pioaru ekki til mannanna fyrir komu sína til Íslands.

Myndin þar sem lýst er eftir honum hefur ítrekað verið notuð í fjölmiðlum í Rúmeníu. Pioaru segir leitt að vera bendlaður við slíkt en hann kom hingað til lands til að vinna.

„Ég fékk fljótlega símhringingar frá vinum og fjölskyldu. Mamma lagði til að ég myndi tala við lögfræðing strax. Fólkið í kringum mig veit að ég er löghlýðinn og því er mjög leitt að lenda í því að vera sýndur í þessu ljósi,“ segir Pioaru.

Hann segist ekki hafa þekkt aðra rúmenska farþega í flugvélinni en hann kom til landsins fyrir tilstilli tengdaföður síns sem starfar hjá verktakafyrirtækinu. Hafði hann útvegað tengdasyninum vinnu. „Ég hef ekki rætt við fjölmiðla í Rúmeníu en þeir birta alltaf mynd af mér,“ segir Pioaru.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert