Landinn eykur neyslu gosdrykkja

Í stórmarkaði. Úrval gosdrykkja í löngum röðum í hillum verslana.
Í stórmarkaði. Úrval gosdrykkja í löngum röðum í hillum verslana. Árni Sæberg

Marktæk aukning varð á síðasta ári í neyslu Íslendinga á gosdrykkjum og bætti þjóðin Norðurlandametið sem hún hefur lengi átt. Um 20% fullorðinna og barna í 5.-7. bekk drekka gosdrykki daglega.

Sviðsstjóri hjá embætti landlæknis segir að það sé áhyggjuefni og hvetur til að efnahagslegir hvatar séu notaðir til að vinna gegn óhollustu.

Landlæknir birti í gær lýðheilsuvísa fyrir árið 2020 sem grundvallast á upplýsingum frá síðasta ári. Það var gert á kynningarfundi á Selfossi. Jafnframt voru kynntir heilsuvísar fyrir einstök heilbrigðisumdæmi þar sem vakin er athygli á því sem víkur frá meðaltalinu.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis, sagði á fundinum að Íslendingar væru almennt hamingjusamir en rúmlega 60% landsmanna telja sig mjög hamingjusama. Hlutfall þeirra sem upplifa oft einmanaleika hefur aukist í sumum heilbrigðisumdæmum en minnkað í öðrum. Þannig upplifa tæp 15% íbúa Austurlands oft einmanaleika sem er 5 prósentustigum meira en í landinu almennt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert