Passa sig ekki eins vel á djamminu

„Ég held að það segi sig sjálft að fólk á djamminu passar sig alveg örugglega ekki eins vel eins og aðrir,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, um möguleikann á að lengja opnunartíma skemmtistaða og öldurhúsa sem nú er til skoðunar og verður útfærslan væntanlega kynnt fljótlega. Mikill þrýstingur sé á lengingunni en sóttvarnalæknir segir þó greinilegt að margir virði ekki tilmæli um sóttvarnir nú og því sé varhugavert að flýti tilslökunum of mikið. 

Hann bendir á að hér á landi sé verið að slaka mun meira og hraðar á lokunum og samkomutakmörkunum en erlendis og því verði fólk að sýna skilning á stöðunni. Í myndskeiðinu er rætt við Þórólf að loknum upplýsingafundi Almannavarna í Katrínartúni í dag.

Í upphafi spurði ég Þórólf út í líkurnar á annarri eða jafnvel þriðju bylgju veirusýkingarinnar sem oft hefur verið nefndur.     

mbl.is