Ekki með upplýsingar um fjölda í húsinu

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir óljóst hversu margir hafi verið í húsinu á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, þar sem mikill eldur kom upp í íbúðahúsnæði og að slökkviliðið hafi enn ekki fengið upplýsingar um hverjir hafi verið heima. 

Segir hann að slökkviliðið hafi náð nokkrum út úr húsinu með því að nota stiga og að aðrir hafi komist út af sjálfdáðum. Sagði hann sjónarvotta meðal annars hafa upplýst um einhvern sem hafi stokkið út um glugga, en áður hefur komið fram að kona hafi stokkið út um glugga ofan í ruslagám við húsið.

mbl.is/Ásdís

Samkvæmt blaðamanni mbl.is á vettvangi heldur slökkvistarf áfram af krafti. Fyrir stuttu klifraði slökkviliðsmaður upp stiga að glugga á þriðju hæð hússins til að sprauta þar slökkvifroðu inn. 

Slökkviliðsmaður fer í stiga upp að glugga á þriðju hæð …
Slökkviliðsmaður fer í stiga upp að glugga á þriðju hæð til að berjast við eldinn. mbl.is/Þorgerður
Bruni á Bræðraborgarstíg.
Bruni á Bræðraborgarstíg. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert