Sex fluttir á slysadeild vegna eldsvoðans

mbl.is/Ásdís

Sex einstaklingar hafa verið fluttir á slysadeild í kjölfar eldsvoðans á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Þetta staðfestir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Hann staðfestir einnig að endurlífgun hafi verið beitt á vettvangi, en getur ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra sem lentu í eldsvoðanum

Þá staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að þrír hafi verið handteknir á vettvangi. Hann segir þá að rannsókn á upptökum brunans mun hefjast á morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is