„Við vitum af svona húsum“

„Það eru nokkur svona hús og við vitum af þeim,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir atburðina í gær á Bræðraborgarstíg vekja upp mikla reiði og sorg ekki síst þar sem vitað hafi verið af vandamálinu um langt skeið. 

Í myndskeiðinu er rætt við Drífu og Sólveigu Önnu Jónsdóttir, formann Eflingar, um atburði gærdagsins þar sem þrír létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg. Þær eru harðorðar þar sem lengi hafi verið reynt að knýja fram breytingar sem myndu bæta úr aðbúnaði erlends verkafólks hér á landi ekki síst með tilliti til búsetu.

Þær Drífa og Sólveig segja að lengi hafi verið vitað …
Þær Drífa og Sólveig segja að lengi hafi verið vitað að aðstæður í húsinu væru ófullnægjandi. mbl.is/Hallur Már

Drífa segir til að mynda að þegar verkalýðsfélögin nái sambandi við erlent verkafólk sem sé hér á vinnumarkaði hafi það í kjölfarið misst vinnuna fyrir það eitt að vera í sambandi við félögin.

Þá eru myndir af rústunum við Bræðraborgarstíg sem voru teknar með dróna í dag þegar tæknideild Lögreglunnar var að rannsaka aðstæður. 

Eyðileggingin á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu er alger.
Eyðileggingin á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu er alger. mbl.is/Hallur Már
mbl.is