Risaframkvæmd á leið í útboð

Landspítali. Uppsteypa hefst senn.
Landspítali. Uppsteypa hefst senn. ljósmynd/NLSH

„Þetta verkefni stendur yfir í tvö og hálft ár og felst í uppsteypu og síðan tekur innivinnan við,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., NLSH.

Útboðsgögn vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna Landspítalans verða afhent á mánudag. Fimm fyrirtæki skiluðu inn gögnum til forvalsnefndar vegna verkefnisins. Fyrirtækin þurfa nú að leggja fram tilboð en forvalið gildir fram í miðjan ágúst.

Um er að ræða eina stærstu opinberu framkvæmd síðari ára á Íslandi, en rætt var um að meðferðarkjarninn myndi einn og sér kosta um 60 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að samningsaðili verði kynntur um miðjan september og að steypuvinna hefjist um miðjan október, að því er fram kemur í umfjöllun um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert