Lokatölur liggja fyrir: Guðni fær 92,2%

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru á …
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú eru á Grand Hótel í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Suðvestur- og Norðausturkjördæmi skiluðu lokatölum sínum nú á áttunda tímanum og liggja því lokaniðurstöður fyrir í öllum kjördæmum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hlaut 92,2% atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson 7,8%.

Kjörsókn var 66,9%, en 168.821 greiddi atkvæði. Þar af voru auð og ógild atkvæði 5.111, eða 4.043 auðir og 1.068 ógildir. Á kjörskrá voru 252.267.

mbl.is