85% starfsmanna hjúkrunarheimila samþykktu

Samningurinn tekur til um 1.800 starfsmanna hjúkrunarheimila.
Samningurinn tekur til um 1.800 starfsmanna hjúkrunarheimila. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjarasamningur Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SVF) var samþykktur í atkvæðagreiðslu félagsmanna Eflingar sem lauk í dag.

Alls greiddu 290 atkvæði með samningnum, eða 84,8%, en 40 manns, 11,7%, sögðu nei. Þá tóku 12 ekki afstöðu. Kjörsókn var dræm en aðeins 342 greiddu atkvæði eða 17,45% þeirra sem voru á kjörskrá.

Samningurinn tekur til 1.800 starfsmanna á hjúkrunarheimilum, meðal annars Grund, Hrafnistu og Eir. Í tilkynningu frá Eflingu segir að samningurinn sé áþekkur þeim samningi sem undirritaður var við ríkið 7. mars.

mbl.is