Lárus stjórnarformaður Menntasjóðs námsmanna

Lárus Sigurður Lárusson lögmaður.
Lárus Sigurður Lárusson lögmaður.

Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur verið skipaður stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna, sem kemur í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).

Lárus starfar hjá lögmannsstofunni Sævar Þór & Partners. Lárus starfaði áður sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu í rúm fimm ár áður en hann fór að leggja stund á lögmennsku. Þar áður var hann lögfræðingur hjá Persónuvernd að því er segir í fréttatilkynningu.

Þá skipaði Lárus efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 2017 en náði ekki kjöri. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skipaði hins vegar efsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Lárus sat í stjórn LÍN og var varaformaður stjórnar. Hann situr einnig í stjórn um heiðurslaun listamanna og er varamaður í stjórn listamannlauna segir enn fremur í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert