Kári fór á fund Katrínar í morgun

Kári hefur tilkynnt að aðkomu ÍE að skimun við landamæri …
Kári hefur tilkynnt að aðkomu ÍE að skimun við landamæri ljúki 13. júlí. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mætti á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í morgun.

Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins, en þar kemur jafnframt fram að Kári hafi ekki viljað tjá sig um hvað fram fór á fundinum.

Kári tilkynnti á mánudag að aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að skimun fyrir kórónuveirunni við landamæri Íslands myndi ljúka 13. júlí og að ekki kæmi til greina að endurskoða ákvörðunina.

Stjórnvöld vinna því að því hörðum höndum að undirbúa sýkla- og veirufræðideild Landspítalans til að taka alfarið við skimununum. Deildin ræður ekki við að greina nema um 500 sýni á dag, en hingað til hefur verið hægt að skima allt að 2.000 farþega daglega.

mbl.is