Fluttur með þyrlu eftir vinnuslys í Vík

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem slasaðist þegar skurður sem hann var að vinna að féll saman. RÚV greinir frá þessu. Slysið átti sér stað í Vík í Mýrdal.

RÚV hefur eftir Sveini Kr. Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, að maðurinn hafi lent undir talsverðu magni af jarðvegi en samstarfsmenn hans verið fljótir að bregðast við og losa hann undan þyngslunum. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni lenti þyrlan við Landspítalann í Fossvogi um klukkan átta.

mbl.is