„Þetta er úr mínum höndum“

Farþegar í Leifsstöð bera grímur.
Farþegar í Leifsstöð bera grímur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frank Holt­on, fram­kvæmda­stjóra Airport Coord­inati­on, fyr­ir­tæk­is­ins sem sér meðal ann­ars um út­hlut­un lend­ing­ar­leyfa á Kefla­vík­ur­flug­velli, segir að Samgöngustofa hafi upplýst hann um að það væri ekki hans verkefni að finna út úr því hvernig eigi að takmarka þann fjölda sem til landsins kemur daglega. 

„Ég sé um samhæfinguna en þessi fordæmalausa staða er ekki hluti af henni,“ segir Frank í samtali við mbl.is.

„Samgöngustofa hefur upplýst mig um að þetta sé úr mínum höndum.“

Yfirvöld funduðu vegna málsins í dag en Frank sat ekki þann fund og hefur ekki fengið neinar upplýsingar um það hvað fór fram þar. Einungis Samgöngustofa hefur verið í sambandi við hann í dag vegna málsins.

„Yfirvöld þurfa að skoða þetta mál,“ segir Frank.

mbl.is