Verðbreytingar á enska boltanum

Vænta má breytinga á heildsöluverði enska boltans um næstu mánaðamót. …
Vænta má breytinga á heildsöluverði enska boltans um næstu mánaðamót. Óvíst er hvort verð mun hækka eða lækka. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Síminn mun um næstu mánaðamót kynna verðbreytingar á áskrift að ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. „Með þessu erum við að gera breytingar til að komast út úr hinu meinta broti. Þá erum við einnig búin að áfrýja dómnum,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu hjá Símanum.

Vísar hann í máli sínu til 500 milljóna króna sektar Samkeppniseftirlitsins. Var fyrirtækið talið hafa beitt skaðlegri undirverðlagningu sem markaðsráðandi aðili. Í kjölfarið ákváðu Nova og Vodafone að bjóða aðgang að enska boltanum á 1.000 krónur það sem eftir lifði yfirstandandi keppnistímabils. Töldu fyrirtækin að dómur Samkeppniseftirlitsins þýddi að fyrirtækin mættu þannig bjóða umtalsvert lægra verð en heildsöluverð Símans. Að sögn Magnúsar skiptir það fyrirtækið litlu hvað Vodafone eða Nova ákveða að gera. Þau þurfi jafnframt að bera kostnað af eigin ákvörðunum.

Undrast meint brot Símans

„Ef hin fyrirtækin ákveða að niðurgreiða þetta tímabundið er það þeirra mál. Það skiptir okkur ekki máli hvað þeir gera á smásölustigi,“ segir Magnús sem undrast mjög meint brot Símans í málinu. „Samkeppniseftirlitið gefur sér þessa þúsund króna tölu sem okkur finnst alveg óskiljanlegt. Við skiljum ekki þessa útreikninga,“ segir Magnús í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert